Á föstudag, fór fram nýjung í íslensku skáklífi en þá fer fram fjölskylduskákmót Hellis en þetta er í fyrsta sinn sem slíkt mót fer fram hérlendis. Alls taka 8 “fjölskyldur” þátt en tveir eru í hverju liði. Keppnin fer fram í höfuðstöðvum Olís, samhliða Olís-einvíginu, og hóft kl. 17:00. Meðal keppenda eru Jón L. Árnason sem teflir með bróður sínum, Ásgeiri Þór, Helgi Áss Grétarsson, sem teflir með eiginkonu sinni Lenku Ptácníková og Karl Þorsteins sem teflir með bróður sínum Agli.

Fjölskyldurnar:
Jón L. Árnason-Ásgeir Þór Árnason
Helgi Áss Grétarsson-Lenka Ptácníková
Karl Þorsteins-Egill Þorsteins
Bragi Þorfinnsson-Þorfinnur Björnsson
Andri Áss Grétarsson-Sigurður Áss Grétarsson
Þráinn Vigfússon-Friðrik Egilsson
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir-Grétar Áss Sigurðsson
Davíð Ólafsson-Gylfi Davíðsson