Helgi Áss sló Íslandsmetið í blindskák!
Helgi Áss Grétarsson var rétt í þessu að slá Íslandsmetið í blindskák er hann tefldi við 11 skákmenn í einu. Helgi sló þar með 26 ára gamalt met Helga Ólafssonar frá 1977 sem Dan Hansson jafnaði svo 20 árum síðar. Helgi hlaut 7 vinninga í þessum 11 skákum, tapaði tveimur skákum, fyrir tveimur ungum efnlegum skákmönnum, Hallgerði Helgu Þorsteinsdóttur sem er aðeins 10 ára og fyrir Helga Brynjarssyni sem litlu eldri eða 11 ára.
Jafntefli gerði hann við Dag Kára Jónsson, Helga Heiðar Hafsteinsson, Guðlaugu Þorsteinsdóttur og Sæbjörn Guðfinnsson en hinar 5 skákirnar vann hann.