Ég er enginn skákari, ég á skák og hef teflt svona 10 sinnum í gegnum lífið hef unnið 2svar. Þetta er alveg ágæt að skáka það er ekkert HUNDLEIÐINLEGT eins einhverjir segja.
En ég var að pæla (líka aðeins til að halda þessu áhugamáli uppi) hann Jón Gnarr sagði “Skák er ekki íþrótt það er hobbí fyrir nörda”. Og skák hefur fengið á sig vont orð að þetta er bara eitthvað nörda-hobbí.
Ég vil spyrja alla alvöru skákara voruð þið eitthvað móðgaðir yfir þessari gagnrýni eruð þið nördar eða íþróttamenn eða bara náungar sem finnst gaman að spila skák.