Ég ætla að minna á tvö mót sem fara fram á Laugardaginn 21 des.
Þau eru
1. Jólapakkamót Hellis og Kringlunnar:
Mótið stendur yfir frá 11-14 og fer fram í andyrri Borgarleikhússins. Þetta er barna og unglingamót og keppt er í fjórum aldursflokkum, flokki fæddra 87-89, 90-91, 92-93 og 94 og eldri. Þáttaka er að sjálfsögðu ókeypis og verðlaun eru veitt fyrir efstu þrjá í hverjum flokki auk aukaverðlauna sem dregin verða út.
2. Jólaskákmót Búnaðarbankans:
Þetta er eitursterkt lokað hraðskákmót í þrettán umferðum og þess má geta að 8 stórmeistarar taka þátt sem og margir Am og Fm. Mótið hefst 15 og stendur til 18 og fer fram í aðalútibúi Búnaðarbankans að Austurstræti 5. Allir eru hvattir til að mæta og sjá okkar sterkustu skákmenn tefla saman og það er að sjálfsögðu ókeypis inn.
Að lokum vil ég segja gleðileg skákjól og taka það fram að þessi texti er ekki Copy Paste.
Því meira sem maður lærir, því minna veit maður