Jæja hérna mér langaði að kenna þeim sem ekki kunna mannganginn, mannganginn.Vonandi kunnið þið nöfnið á leikmönnunum.
Peð : Má aðeins drepa ská áfram og fara alltaf einn áfram nema í fyrsta leik þá má færa tvo reiti áfram eða bara einn. Peðið getur aðeins fært sig áfram.
Hrókur : Það eru kallarnir útí hornunum : má færa eins marga reiti áfram og maður getur og má færa til hliðanna (Hægri og vinstri fyrir þá sem ekki vita ;), geta drepið andstæðing til allra átta nema á ská. Hrókurinn getur fært sig áfram og aftur á bak.
Riddarinn : Það er dýrið fyrir hliðiná köllunum útí hornunum (Hrók) þá má aðeins færa í “L” til allrá átta eða einn á ská og einn áfram hvernig sem er bara að það líti út eins og “L”. Riddari getur hoppað yfir alla kalla sem er. Þeir drepa aðeins í “L”. Hann getur fært sig líka aftur á bak
Biskupinn : Getur aðeins fært sig á ská í báðar áttir áfram og aftur á bak. Hann getur drepið í báðar áttir.
Drottning : Hún er sterkasti maðurinn (konan ?;)
hún getur fært sig í allar áttir alveg eins og marga reiti og maður vill og getur drepið í allar áttir.
Kóngurinn : Aðal maðurinn á borðinu getur fært sig einn reit í allar áttir síðan er hægt að hróka eða svo kallað. Þá færir maður kónginn tvo reiti til hægri eða þrjá til vinstri og færir svo hrókinn fyrir hliðaná kónginum eða þá í átt að reitunum “D” eða “E” þannig að Hrókurinn verði við hliðin á reitunum “D” eða “E”.
Vonandi skiljið þið hvað ég er að tala um.
Njótið vel.
Kv. BruskR