Ég hef verið að spá í pókermóti síðastliðna daga og ákvað að plana eitt slíkt.
24 spilarar
2500 kr. buy in
60.000 krónur í verðlaun og hugsanlega leigu á spilasal
Skipt handahófskennt upp í fjögur sex manna borð.
Hver og einn fær ákveðið mörg chips, segjum 1000.
Spilað væri eftir umferðum, 2-3 umferðir, hver umferð annað hvort klukkutími eða fjörutíu mínútur(fer eftir fjölda). Þegar klukkan pípar væri einn hringur á dealer merkinu eftir og svo er stoppað.
Hlé á milli umferða. Eftir hverja umferð væri fólkinu stokkað upp á ný borð. Ef einhverjir eru dottnir út(búnir með spilapeningana sína) frá því í seinustu umferð verður fækkað um borð í samræmi við fjölda spilara sem eftir eru.
Annað hvort verður spilað þar til aðeins nokkrir spilarar eru eftir(8 t.d.) eða bara, þegar seinasta umferðin er búin, að láta 8 ríkustu spilapeningaeigendurna spila á úrslita borðinu.
Þar verður spilað til verðlauna, sem væri 60.000 kr.(minni pottur ef eitthvað færi í leigu) króna potturinn skiptur upp.
t.d.
1. sæti: 25.000
2. sæti: 15.000
3. sæti: 10.000
4-5. sæti: 5.000
eða
1. sæti: 20.000
2. sæti: 12.000
3. sæti: 9.000/8.000
4. sæti: 5.000/6.000
5-8. sæti: 3.500
Eitthvað í þá áttina. Einnig væri hægt að hafa auka keppni fyrir þá sem eru ekki með í top8(2/3 af keppninautum) spila auka keppni og láta lítil verðlaun í það. Hækka aðgangseyrinn í 3000 kannski.
Þetta er náttúrulega allt opið, það er hægt að breyta öllu.
Mér finnst þessi týpa líta ágætlega út.
Þetta er hugsað fyrir yngri leikmenn, kannski 15-20 ára. Aldur skiptir samt ekki máli, þetta er bara aðeins minna pro en það sem þeir þolreyndu eru vanir.
24 manna mót er í raun u.þ.b. fimm litlir pókerspilarahópar sem spila öðru hverju upp á kannski þúsundkall í hvert skipti(ég veit að það er til nóg af slíkum).
Hvað finnst ykkur? Er áhugi fyrir svona?