Bestu spilin [Póker] 1. Royal Straight Flush
10, J, Q, K og A
Þetta er langbesta hendin enda rosalega sjaldgæf. Þessi spil eru röð frá 10 og að ás og verða að vera öll í sama merki.


2. Straight Flush
Þessi spil eru ekki alveg jafn sjaldgæf og Royal Straight Flush en eru þó frekar sjaldgæf. Til dæmis geta þessi spil verið röð frá A uppí 5 eða 6 uppí J en verða að vera af sömu sort.
Sem sagt þetta er röð af spilum af sömu sort.


3. Four Of A Kind
Þetta skýrir sig eiginlega sjálft en þetta eru fjögur spil af einhverri tölu. Til dæmis ef það eru tvær tíur úti og þú ert með tvær á hendi þá ertu með Four Of A Kind.


4. Full House
Full House er þegar þú færð Three Of A Kind og par(Pair).
Til dæmis:
Þín hendi: 10-J
Á borði: J - J - 10
Ef að tveir eru með Full House þá fer eftir hver er með hærri þrennu(Three Of A Kind).
Ef að þeir eru báðir með sömu þrennuna þá vinnur sá sem er með hærra par.
Ef þeir eru með sama par þá segir það sig sjálft s.s. þeir þurfa að splitta(skipta jafnt).
Þetta er frekar góð spil og það er góður möguleiki að þú fáir þessa hendi.


5. Flush
Flush er þegar þú ert með 5 spil af sömu sort en ef að þessi spil eru í röð (líkt og Ás - 5) þá ertu með Straight Flush(Liður 2).
Ef að tveir eða fleiri fá Flush á sama tíma sigrar sá sem er með hærra spil á hendi.
Flush getur verið:
2 - 3 - 4 - 9 - 10
En eins og áður sagði þá verða þau að vera af sömu sort.


6. Straight
Straight er einfaldlega röð. Ás uppí 5 eða 3 uppí 8. Það þarf ekki að vera af sama sort.
Ás getur verið efsta spil og neðsta.


7. Three Of A Kind
Þetta er ekkert rosalega sjaldgæf hönd og segir sig sjálf.
Þetta er semsagt þrjú sömu spilin.
Dæmi:
Þín hendi: K
Á borði: K - K
eða
Þín hendi: K - K
Á borði: K
Þetta hefur sama gildi og er jafngott hvort sem þú ert með tvo kónga á hendi eða ef þeir eru á borði.


8. Two Pair
Eins og svo oft áður segir þetta sig sjálft.
Dæmi:
Þín hendi: 5 - 6
Á borði: 5 - 6
S.s. þetta eru tvö pör. Fimmurnar gera eitt par og sexurnar númer 2.


9. One Pair
Ég held að flest allir sem hafa nokkurntímann spilað póker oftar en einu sinni hafa fengið Pair(par) allavega einu sinni.
Dæmi:
Þín hendi: Ás
Á borði: Ás
eða
Þín hendi: Ás - Ás
Það skiptir ekki hvað er úti, þú ert nú þegar með par.


10. High Card
Það er alveg rosalega sjaldgæft að vinna á high card í professional leik, nema auðvitað ef allir eru að blöffa sem að ég held sé ekki neitt rosalega algengt.
Þetta virkar s.s. þannig að ef þú og andstæðingurinn eru ekki með neitt þá er það bara sá sem hefur hæðsta spil sem vinnur.
Dæmi:
Þín hönd: Ás - 10
Hönd andstæðings: K - 7
Þú vinnur á ásnum þar sem hann er High Card.

Ath. Þegar ég skrifa dæmi þá skrifa ég aðeins spilin sem breyta einhverju.
Ég studdist við eina góða síðu þegar ég var ekki viss á smáatriðum: http://www.learn-texas-holdem.com/texas-holdem-hand-rankings.htm.