Ég hef oft verið að velta því fyrir mér hvort flokka eigi skák bridge og póker sem íþróttir eða spil og ég komst að niðurstöðu og ætla að segja frá henni og rökstyðja hana hér.
Skák: Hér snýnst “Íþróttin” um að “drepa”kóng andstæðingis og máta hann þannig. þetta getur auðvitað flokkast sem hugar íþrótt þar sem það er keppt í þessu sem íþrótt. Samt sem áður er þetta varla íþrótt í þeim skilningi að maður hreyfir sig ekki sama og ekki neitt, þetta líkist borðspili þar sem maður skiptist á að gera og hreyfir kalla.
Niðurstaða: Þetta er hugar íþrótt eða hugarleikfimi.!!
Bridge: ég veit svosem ekki mikið um bridge en er samt nokkuð sammála um að það megi kalla það íþrótt, svolítið kjánaleg íþrótt en íþrótt engu að síður,reyndar engin heyfing en samt eitthvað sem er þróttarlegt við bridge.
Niðurstaða: Bridge er Íþrótt þótt reglurnar séu frekar kjánalegar að mínu mati.
Póker: OK póker finnst mér bara alls ekki vera Íþrótt, spilið byggist mestalagi á heppni, svo er það reyndar að “bluffa” og halda “póker faceinu”
Niðurstaða: póker er meira spil en íþrótt , það byggist svo ´mikið á heppni.
en þetta er svosem bara mín skoðun.