Fegursti leikur allra tíma
Frank James Marshall fæddist í New York og lærði skák ungur að aldri. Hann var alla tíð þekktur fyrir aggresivea taflmennsku og er meðal annars Marshall gambíturinn í Spænska leiknum skýrður í höfuðið á honum. Síðasti leikurinn í þessari skák er af mörgum talinn einn fallegasti leikur skáksögunnar. 1.e4 e6 Hérna kemur upp frönsk vörn, hún hefur verið vinsæl hjá mörgum meisturum þar á meðal hjá Bareev og Korchnoi. 2.d4 d5 3.Rc3 c5 Þessi leikur er ekki góður og ef hvítur teflir rétt fær svartur nánast óteflandi stöðu, leikurinn líkist helst Tarrasch afbrigðinu. (1.e4 e6 2.d4 d5 3.Rd2 c5) 4.Rf3 Rc6 5.exd5 exd5 6.Be2 Rf6 7.0-0 Be7 8.Bg5 0-0 9.dxc5 Be6 10.Rd4 Bxc5 11.Rxe6 fxe6 Í þessari stöðu virðist svartur vera búinn að losna við öll vandamál sín eftir að hafa teflt ónákvæmlega í byrjuninni 12.Bg4 Dd6 13.Bh3 Hae8 14.Dd2 Bb4 15.Bxf6 Hxf6 16.Had1 Dc5 17.De2 Bxc3 18.bxc3 Dxc3 Þessi leikur er ekkert sérstakur betra hefði verið að tefla þetta rólega með leikjum eins og Ra5 og Rc4 19.Hxd5 Rd4 Hérna er líklega De4 eini leikurinn ef svartur vill halda lífi 20.Dh5 Hef8 21.He5 Hh6 22.Dg5 Hxh3 23.Hc5 og síðan bara að gamni hver er síðasti leikur svarts ?