Þessi skák var telfd á ICC fyrir stuttu….
Hv. Ég
Sv. Man ekki nafnið
1. c4 Rf6 2. Rc3 e6 3. Rf3 Bb4 4. g4!?
Þetta er í fyrsta skipti sem ég leik 1. c4 í fyrsta leik en ég sá þetta þegar ég var að leita að svari við 1. e4 c5 2. Rf3 f5!?. En þessi byrjun heitir Anglo Indversk vörn – Krasenkov árás
4. – Rxg4 5. Hg1 Bxc3 6. dxc3
Fyrst ætlaði ég að drepa með b-peðinu og leika svo Ba3 en það samræmist ekki anda stöðunnar sem er einfaldlega sókn á kóngsvæng!
6. – f5 7. h3 Rf6 8. Hxg7 Rc6 9. Dc2
Ég er ekki vissum þennan leik en er eitthvað skárra?
9. – Re4 10. e3
Og ekki þennan heldur því hann lokar biskupinn á c1 inni
10. – Df6 11. Hg1 Re5 12. Rxe5 Dxe5 13. Bd3 Rxf2?
Annað hvort er þetta mjög léleg fórn eða bara heimska. Ég sé ekkert sem réttlætir þessa fórn. Planið d6, Bd7, 0-0-0 er betra.
14. Dxf2 Hf8 15. Bd2 Hf7?
Lélegur leikur sem gerir ekki neitt en andstæðingur minn heldur greinilega upp á að flakka með hrókinn fram og til baka eins og sést á næstu leikjum.
16. 0-0-0 Hf8 17. Dh4 Dh8
En ekki 17. – Hf7?? 18. Hg8+
18. e4
Þessi hefði þurft að koma fyrr
18. – d6
Líka þessi
19. Hdf1 Hf7??
Ha? What is the point?
20. exf5 exf5 21. He1+ Kd7 22. b4 Df6 23. Df4 Hf8?? 24. b5
Þessi leikur hefur þann tilgang að valda c6
24. – Kd8 25. Df3
Hótar Bg5
25. – Kd7 26. Kb2!
Þegar hér var komið við sögu var ég búinn að koma auga á fléttu sem ég var að fara að koma í framkvæmd en í einhverjum afbrigðum hennar þá hefði svarta drottningin komist á g5 og drepið c3 peðið með skák og kannski náð þráskák svo þetta á að koma í veg fyrir það.
26. – Df7?
Þessi leikur gerir mér kleift að framkvæma fléttuna
27. Bxf5+!
Þegar ég spái í það hefði 27. Dxf5+!! verið enn þá flottari leikur. En svartur getur gefið núna, restin er þvinguð
27. – Dxf5 28. Hg7+ Df7 29. Df5 Kd8 30. Bg5+ De7 31. Bxe7+ Ke8 32. Bh4+ Be6
Nú loksins hreyfir biskupinn sig!
33. Hxe6# 1-0
Öll skítköst vel þvegin!