Fyrir nokkrum vikum síðan keypti ég mér skákbók með nafninu: hugsaðu eins og stórmeistari, höfundurinn er: Alexander Kotov. Ég er nýlega búinn að klára bókina og fara yfir öll verkefni hennar. Það kemur mér á óvart hve mikla vinnu þarf til þess að verða stórmeistari en hitt kom mér ekki á óvart að sá sem ætlar sér að verða góður verður að hafa aga á sjálfum sér. En þetta á við allar íþróttir og þar með talinn skákin. Höfundur bókarinnar gefur lesanda sínum innsýn í hugarheim stórmeistarans og hvernig hann hugsar, undirbúnings hans og svo framvegis. Það sem kemur mér mest á óvart er það hve skákin er margbreytileg. Ég var hissa á að sjá t.d. stöðu þar sem einum manni er leikið og út frá því eru átta leikjaraðir sem hægt er að fara í. Minnir mann á tré eins og höfundurinn sjálfur nefnir. Í bókinni eru sýndar stöður og möguleikar sýndir hvaða leikjaröðum er hægt að tefla. Það er gaman við þessa bók að dæmin eru úr skákum meistara eins og: Aljekín, Botvinnik, Bronstein, Capablanca, Ewue, Flohr, Geller, Gligoric, Keres, Lasker, Najdorf, Nimzowich, Petrosjan, Smyslov, Spassky, Tal, Tarrasch, Tartakover og Yudovich. Ásamt fleirum sem eiga þarna stöður sem er lagt út frá. Æfingarnar eru skemmtilegar, krefjandi og það er alltaf hægt að skoða þessar æfingar aftur, aftur og finna nýja leiki í stöðunni. Ég varð mjög fróður um þankagang stórmeistara eftir að hafa lesið bókina og farið yfir þessi dæmi. Ég ætla að láta eina skák úr þessari bók fylgja með.
Hvítt: Romanovsky
Svart: Vilner
Tefld á 5 skákþingi Sovétríkjanna 1924.
1. Rf3-d5
2. e3-Rf6
3. b3-Bg4
4. Be2-Rbd7
5. Bb2-Bxf3
6. Bxf3-e5
7. d3-c6
8. Rd2-Bd6
9. 0-0-De7
10. a4-0-0
11. g3-Had8
12. Bg2-Hfe8
13. De2-De6
14. e4-Rf8
15. Hfd1-Rg6
16. Rf1-Bc5
17. Re3-Bxe3
18. Dxe3-d4
19. De2-Rd7
20. Hf1-Dd6
21. Bh3-c5
22. Hael-Rb8
23. Bc1-Rc6
24. f4-f6
25. f5-Rf8
26. g4-Kf7
27. g5-Ke7
28. Hf3-Kd7
29. Hg3-Kc8
30. gxf6-gxf6
31. Bg4-Rd7
32. Dg2-a5
33. Bh5-He7
34. Bh6-Rb6
35. Hg8-Hc7
36. Hd1-Kb8
37. Hd2-Ka7
38. Dg3-Rb4
39. Hg2-Rc8
40. Df2-Rc6
41. H2g3-Ka6
42. Dg2-Hcd7
43. Be8-Hc7
44. Bf8-R6e7
45. Bf7-Db6
46. Bxe7-Hxe7
47. Hxd8-Dxd8
48. Hg8-Dc7
49. Be6-Ra7
50. h4-Rc6
51. h5-Ka7
52. h6-Rd8
53. Bd5-Rf7
54. Dg7-Db6
55. Bxf7-Db4
56. Dxf6-Del+
57. Kh2-Df2+
58. Hg2-Df4+
59. Kh3-Df3+
60. Hg3-Dh1+
61. Kg4-Dd1+
62. Kh4-Dh1+
63. Kg5-Dc1+
64. Kh5-Dh1+
65. Dh4-gefið.
Mér finnst þessi skák mjög skemmtileg og því valdi ég hana til að sýna ykkur. Í bókinni: hugsaðu eins og stórmeistari eru útskýringar með henni sem er fróðlegt að lesa. En í þessari skák er allt í einum pakka, fallegir leikir, afglöp, fórnir og hvernig þetta og allt annað samtvinnast í eina góða skák. Til dæmis segir höfundurinn: Alexander Kotov að hún hafi verið sér góð leiðsögn. Vonandi verður hún góð leiðsögn fyrir okkur hin.