Hvað er það sem gerir skákina svona spennandi? Hvað er það sem fær menn til að setjast niður og hreyfa trékalla eftir 64 reitum með 32 mönnum á? Er þetta íþrótt? Eða er þetta list? Hvernig stendur á því að margir verða gagnteknir af skákinni? Er skák ekki bara fyrir þá sem eru kallaðir nördar?
Svona spurningar fær maður oft af fólki sem veit að ég er að tefla. Margir eru því miður fáfróðir um þessa íþrótt. Hvernig á að svara svona spurningum? Það er engin formúla fyrir því hvernig á að svara. En yfirleitt svara ég þessum spurningum hinna fáfróðu með bros á vör, svarið er ekki alltaf það sama því enginn einstaklingur er eins. En ef ég ætti að svara þessum spurningum yrði það svona og þá svara ég aðeins út frá sjálfum mér.
Hvað er það sem gerir skákina spennandi?
Það sem gerir skákina spennandi er hve marga möguleika þú í raun hefur til þess að tefla. Engin skák er eins og það tefla engir einstaklingar eins og þú. Í skákinni getur þú virkjað hugmyndarflug þitt og þú verður að treysta á þína eigin getu, allar þær ákvarðanir sem þú tekur í skákinni er þín ákvörðun og ef eitthvað út af ber er það þér að kenna eða þakka, fer eftir hvort þú vinnur eða tapar og þú situr uppi með þá ákvörðun í lokin. Þetta er alveg eins og þegar við þurfum að taka ákvarðanir margar í okkar lífi og margar daglega.
Hvað er það sem fær menn til að setjast niður og hreyfa trékalla eftir 64 reitum og með 32 mönnum?
Það er fyrst og fremst ánægjan sem fær mig til að setjast niður og tefla. Einnig er það góð leið til að reyna sig við aðra með það markmiði að vinna, ef það tekst ekki þá tapar maður skákinni eða nær þeirri slembilukku að ná jafntefli. Auk þess hef ég kynnst góðum mönnum sem tefla og hef eignast nokkra góða vini. Auk þess sem mér hefur alltaf fundist skákin vera leyndardómsfull og þegar svoleiðis er þá er gaman að glíma við hana.
Er þetta íþrótt?
Já þetta er íþrótt sem reynir á hugann. Það er gott fyrir alla að nota heilann aðeins í sér og virkja hann. Þetta er svo sannarlega íþrótt, íþrótt hugans fyrst og fremst.
Eða er þetta list?
Já þetta er list. Því í skák getur þú verið hugmyndaríkur og skapandi. Því er þetta líka list.
Hvernig stendur á því að margir verða gagnteknir af skákinni?
Allir geta teflt og svo er þetta þægileg íþrótt fyrir þá sem nenna ekki að hlaupa eða stunda spriklíþróttir. Í raun er ekki hægt að svara þessari spurningu.
Er skák ekki bara fyrir þá sem eru kallaðir nördar?
Ég hef ekki orðið var við það að þeir sem tefla séu nördar. Ég hef bara orðið var við að þeir sem tefla eru skemmtilegt fólk. Vel getur verið að nördar séu í skákinni en þá veit ég ekki um svoleiðis.
Þó skákmaður deyr er annar sem fæðist og teflir, þannig lifir skákin!