Skák þessa telfdi ég við Ingvar Ásbjörnsson og vann. Hún fylgir hér á eftir:
puti [Ingvar] (1842) – JohannOli (1203)
1. g3 d5 2. Bg2 c5 3. Nf3 Nc6 4. O-O e5 5. d3 f6
Þetta sýnist mér vera “öfugt” Sämisch-afbrigði í Kóng-Inverja en þetta heitir víst Réti: King´s Indian Attack.
6. c3
Undirbýr e4
6. - Bd6 7. Rbd2 Rge7 8. e4 d4
Á móti jafnsterkum skákmanni og Ingvari vill maður hafa þetta lokað og ef hann tekur fæ ég c-línuna
9. c4 Be6 10. Re1
Ég skil ekki af hverju hann fer með riddarann þangað en kannski er þetta skásti kosturinn fyrst hann er að undirbúa f4. Hér hefði ég leikið h3
10. - Qc7 11. Nb3(?)
Ég skil heldur ekki hvað hann er að gera hér. Mér finnst mun viturlegra að leika Rb1 með leiðina a3-c2 í huga.
11. - O-O-O 12. f4 Hdf8
Ætlar að ná f-línunni.
13. f5 Bd7 14. Bd2 g6
Þetta var orðið allt of þröngt, það varð að opna þetta eitthvað.
15. g4 h5 16. gxh5
Ef hann leikur 16. fxg6 þá tek ég bara með biskup á g4.
16. - gxh5 17. Rf3 Bxf5!
Mjög góður leikur að mínu mati. Ég fæ tvö peð fyrir manninn, g-línuna, sókn og öflugan riddara.
18. exf5 Rxf5 19. Rc1 (?)
Enn og aftur skil ég ekkert hvað hann Ingvar vinur minn er að gera. Líklegast er hann að fara á e2.
19. - Hfg8 20. Re2(?)
Hér vil ég benda á 20. Rxe5! og vinnur peð.
20. - Qg7
Mátið.
21. Hf2 Re3!
Þetta þarfnast ekki útskýringa.
22. Re1 Hh6
Drollan er ekkert að fara neitt.
23. Kh1 Hg6 24. Be4 Gefið 0-1
Hann Ingvar sagði að hann hefði gleymt mátinu. Hér vil ég benda á 24. Dc1. Samt er hvíta staðan engin hátíð eftir 24. – Rxg2 en ég vil þakka honum Ingvari fyrir þessa skák og vona að bæði hann og þið hafið lært af þessari skák eins og ég.