Mörgum okkar finnst tæknin góð, mér finnst hún góð. Nú get ég farið inn á netið og teflt við hina og þessa. Það er gaman að tefla við nýja skákmenn hvort sem það eru nýliðar eða ekki. Ég hef teflt mikið á www.yahoo.com því þar er hægt að tefla frítt. En nú er ég kominn í sex mánaða áskrift að ICC kerfinu, þó kann ég ekki mikið en það er búið að bjóða mér á skákmót 19 nóvember næst komandi. En ég veit ekki hvort ég ætla á það mót. Mig langar til að kynnast þessu frekar og læra meira á þetta.
En ég tók skák við góðan vin minn sem er reyndar ekki í frásögur færandi, nema að við tefldum þessa skák í gegnum SMS kerfið. Ég veit ekki hvort þið hafið prufað það en mér þótti þetta gaman. Vinur minn sendi mér 1.e4 og ég ákvað að svara þessu og úr þessu var þessi skák sem hér er. Það var ein regla þó að viðkomandi varð að svara innan 24 klukkustunda annars væri skákin töpuð. En hér kemur skákin og ég vona að þið hafið gaman af. Til að upplýsa ykkur þá hef ég svart!
1. e4-e5
2. Rf3-Rc6
3. Bc4-Be7
4. 0-0-d6
5. Bxf7+-Kxg7
6. Rg5+-ke8
7. Dh5+-g6
8. Re6-gxh5
9. Rxd8-Rxd8
10. d3-Rf6
11. Rc3-Hg8
12. g3-Bh3
13. Hel-Re6
14. Rd5-Rxd5
15. exd5-Bg4
16. dxe6-Bxe6
17. He4-Bd5
18. He3-Kd7
19. c4- Hér bauð ég vini mínum jafntefli sem hann þáði.
Ég vona að þið hafið haft gaman af þessari skák. Gaman væri að vita hvort einhver hefur teflt SMS skák eða MMS skák. Ég hafði gaman af þessu og ég veit að þetta kostar smávegis en skemmtunin er því mun meiri.
P.s. Ég hef verið spurður um aldur minn hér, því svara ég eins og einn vinur minn sagði: þú getur verið 50 ára gamall en 17 ára í anda.