Upphafsleikir Svesnikov (Pelikan, Lasker-byrjun):
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5
Hér eru tvær leiðir:
6. Rdb5
og 6. Rf5. 6. Rdb5 er algengari en hitt er alveg til en svartur fær þá yfirleitt yfirburðastöðu.
6. Rdb5 d6
Hér eru aftur tvær leiðir, 7. Bg5 og 7. Rd5 sem er brella.
7. Rd5 Rxd5 8. exd5 Hér verður að leika 8. – Rb8! því ef 8. – Re7? lendir svartur í miklum vandræðum.
7. Bg5 a6 8. Ra3 b5! Enn og aftur eru tvær leiðir, 9. Rd5 og 9. Bxg6.
Í 9. Rd5 þá þekki ég bara eitt afbrigði, 9. – Da5+ sem ég hef beitt nokkrum sinnum og gengið ágætlega. Svarið við því er 10. Bd2 og þá bakka ég með drottninguna aftur á d8.
9. Bxf6 gxf6 10. Rd5 Hér er annaðhvort leikið 10. – f5 eða 10. – Bg7. Því miður þekki ég lítið sem ekkert til Bg7 afbrigðisins en ég bendi á greinina hans simbusar um Svesnikov.
10. – f5 Hér er aðalleikurinn 11. Bd3 en ef maður vill fá jafntefli þá leikur maður 11. Bxb5 sem er svarað með 11. – axb5 12. Rxb5. Hér koma tvær skákir úr því:
tiger13 – tinnakristin
Skákæfing UMSB föstudaginn 11. nóvember ´05
11. – axb5 12. Rxb5 Da5+ Önnur leiðin. Hin er í hinni skákinni sem er púra jafnteflisafbrigði.
13. c3 Hb8 14. b4 Dd8 15. Rbc7+ Kd7 16. exf5 Bb7? Ég skil ekki alveg “pointið” með þessum leik. Mér finnst 16. – Hb7! vera mun betri út á það að fá tvö létta menn fyrir hrók.
17. Dg4! f6 Hefðir þú getað fundið betri leik?
18. Re6 De8 Gefið 1-0
Daði Ómars – Ingvars Ásbjörns
Meistaramót Skákskólans 2005
11. – axb5 12. Rxb5 Ha4 13. b4 Má ekki leika 13. – Rxb4 hér?
13. – Dh4 14. 0-0 f4 15. c3 Rg8 16. Dxa4 Hxg2+ Samið ½ - ½ . Eins og allir sjá þá er þetta þráskák.
Svo er eitt afbrigði í 11. – axb5 sem er ekki eins mikið jafntefli sem ég man ekki hvernig leit út. Ég kem kannski með það seinna.
Þá er ég búinn að skrifa það sem ég veit um Svesnikov.
Ef þið viljið fræðast meira um Sikileyjarvörn getiði litið á hina greinina mína eða greinina hans simbusar.
Takk fyrir mig!