Ég kíki oft á netið og kíki á skákfréttir og öllu því sem gengist skákinni. Ég er mjög ánægður með að sjá að skákfélög eru farinn að hafa heimasíður og kynna sig og sitt starf. Reyndar mættu fleiri skákfélög gera slíkt hið sama. Eins og gefur að skilja eru síðurnar nokkrar og sumar góðar og aðrar slakar. Þó finnst mér eitt og annað vanta á þessar viðkomandi síður. Til dæmis finnst mér vanta að geta skoðað skákir sem hafa verið tefldar á mótum á vegum viðkomandi skákfélags, þá á ég við ef menn hafa skrifað skákina niður og ekki sé um að ræða atskák. Einnig finnst mér vanta þarna inn síðu þar sem ófélagsbundnir skákmenn geta gengið í skákfélagið og þá á ég við nokkurs konar fjaraðild ef því er að skipta. Til að eiga þess kost að tefla undir skákfélagi en ekki vera eins og mátaður kóngur út í horni. Einnig mættu skákfélögin hafa kynningu á ICC kerfinu á Íslensku til þess að fleiri vilji nota þetta kerfi og fyrir þá sem langar að nota það en kunna ekkert á það. Þó svo að ég tefli af og til á www.yahoo.com þá langar mig að keppa í gegnum svona kerfi en ég kann það því miður ekki.
Ég leit nýlega á mótaskrá SÍ og þar sjást þau mót sem framundan eru. Mörg þeirra eru spennandi við fyrstu sín og gaman að sjá gróskuna í skákinni. Það er von mín að þeir sem áhuga hafa finni mót við sitt hæfi og vonandi eiga menn glæsta sigra á reitunum 64. Ég get ekki pikkað neitt mót út umfram annað sem mér finnst spennandi að kíkja á.
Það er gaman að Hrókurinn skuli nema lönd til að boða skákina og ekkert nema gott um það að segja. En stundum finnst mér þó þeir mega horfa meira á landið sitt Ísland. Á nokkrum stöðum á landinu eru engin skákfélög og því væri þarna óplægður akur að stofna skákfélög og koma starfi á viðkomandi stað af stað í skákinni og breiða skákina meira út á landinu. Einnig til að viðhalda áhuga íslenskra barna á skákinni sem hefur orðið frá þeirra verki í Hróknum sem er mjög gott hjá þeim á þeim tíma sem þeir unnu það.
Mér finnst gaman að sjá krakka tefla skák og því fylgir mikil gleði í hjarta mínu að vita það og sjá áhugann sem streymir frá þeim. Einnig er gaman að sjá þegar krakkar sem aldrei hafa kynnst skák eru að feta sig áfram í þessum leik sem háður er á 64 reitum. Sjá gleði þeirra þegar þau uppgötva þetta og hitt. Þegar þeim tekst að vinna skák, eða vinna peð eða mann á skákborðinu. Því er nauðsynlegt að einhver haldi utan um þessa krakka og það er ekki nóg að gera það í Reykjavík og þar um kring, heldur á Íslandi öllu eða þar sem þorp eða bæir finnast.