Sem betur fer fyrir okkur skákáhugamenn getum við farið á netið og telft við aðra alls staðar að í heiminum. Ég hef telft aðalega í gegnum www.yahoo.com og þar hef ég telft við marga frá öðrum þjóðum. Mér þótti gaman þegar ég var að tefla í febrúar því ég telfdi þar við konu frá Írak sem hafði flúið og bjó tímabundið í Jórdaníu. Við tefldum eina skák og hún sagði mér sögu sína á meðan. Mig minnir að sú skák hafi farið í jafntefli.
Ég ætla að sýna ykkur eina skák sem ég telfdi nú nýlega, hvar annars staðar en á www.yahoo.com ? Eins og svo oft áður skrifa ég ekki nöfn andstæðinga minna heldur þá leiki sem eru í skákinni. Því man ég ekki nafnið á þeim sem telfdi við mig. Ég hafði hvítt en sá sem telfdi á móti mér hafði svart.
1. d4-d5
2. c4-c6
Annar leikur svarts kom mér á óvart. Ég átti frekar von á því að svarið yrði e6 eða dxc4 eins og flestir leika.
3. e3-dxc4
Yfirleitt leik ég Rc3 fyrst og svo seinna e3. Langaði til að prufa þennan leik og því var hann leikinn.
4. Bxc4-Be6
Be6 kom mér á óvart og var ég í nokkurn tíma að hugsa hvort ég ætti að hörfa með biskupinn eða þiggja þessa biskupafórn svarts. Á endanum ákvað ég að þiggja þessa fórn.
5. Bxc6-fxc6
6. Rf3-g6
Hér finnst mér svartur hafa leikið lélegum leik með g6. Tel að Rf6 hefði verið betri leikur.
7. Re5-Bg7
Svartur heldur áfram að koma mér á óvart. Með þessum leik kom hik á mig og var ég að velta því lengi fyrir mér að koma riddaranum úr skotlínu svarta biskupsins en ákvað að leika:
8. Df3-Ra6
Áttundi leikur svarts kom mér á óvart því ég átti von á að leikmaður svarts hefði séð mátið sem ég hótaði og myndi gera eitthvað fyrirbyggjandi í þeim efnum. En það gerði hann ekki og því var næsti leikur auðveldur fyrir mig. Ég tel að svartur hefði átt að leika frekar Bxe5 heldur en Ra6 og þannig hefði hann komist framhjá þessu.
9. Df7 mát.