Það er alveg með ólíkindum að á Íslandi, í nútíma þjóðfélagi, geti menn keypt lögregluna eins og þjóðin varð vitni að í gærkvöldi þegar Fischer kom til landsins. Þvílík ósvífni. Páll Magnússon ullar framan í aðra stuðningsmenn Fiscers og slær sig til riddara með því að fá lánaða þotuna sem Jón Ásgeir og hinir Baugadrottnarnir (sem eiga jú Stöð 2) hafa afnot af og skipar svo lögreglunni að halda “óæskilegum fjölmiðlum” frá Fischer til að Stöð 2 geti náð einhverjum einkaviðtölum og verið með æsifréttaflutning sem var síðan hvorki fugl né fiskur hjá slökum fréttamönnum sem lýstu í beinni.
Stuðningsmenn Fiscers voru á Reykjavíkurflugvelli og búnir að leggja á sig mikið erfiði til að fá hann lausan og höfðu skipulagt stutta móttökuathöfn eru hundsaðir og ýtt til hliðar. Ýmsar aðrar stöðvar voru á staðnum líka og í beinni sást greinilega hvernig töku- og fréttamönnum þeirra er beinlínis ýtt frá af lögreglu.
RÚV menn héldu sig samt á mottunni og voru þó með umfjöllun sem hægt var að horfa á, viðtöl og innslög á meðan Stöð 2 var sífellt með sinn afar bjánalega fréttamann Ingólf Bjarna í mynd meðan beðið var og síðan lýstu hann og Kristján Már því hversu falleg ljós einkaþotunnar voru meðan hún var ennþá yfir Akranesi og þar til hún lenti. Þeir bitu síðan höfuðið af skömminni þegar dagskrárstjóri Stöðvar 2 keyrði bílinn með Fischer og föruneytinu hringinn í kringum hótel Loftleiðir og kom svo aftur til að fá “einkaviðtal” þegar hinir voru búnir að pakka saman, bara svona rétt til sýna hvað þeir eru stórir. En aumingja Fischer var örþreyttur og gat varla sagt annað en já og nei. Hann vissi ekki hvað sumir voru að notfæra sér neyð hans. Palli Magg stal kreditinu af stuðningmönnum Fischers á endasprettinum og rétti þeim fingurinn.
Geir Jón og hans menn voru hafðir að fíflum og það er eðlilegt að menn spyrji sig hvernig í ósköpunum er hægt að stjórna yfirvöldum líkt og þarna var gert. Útlendingar sem voru þarna að taka fyrir erlendar stöðvar voru alveg gáttaðir á þessu athæfi og það er eðlilegt að svona verði rannsakað.