Sumir ykkar muna eftir grein minni um uppáhalds byrjun mína. Nú langar mig til að sýna ykkur skák sem ég telfdi á yahoo.com og beitti þessari uppáhalds byrjun minni. Þessi skák sýna hve margar og klaufalegar skissur ég gerði á taflmennsku minni. Ég hef hvítt en ég nefni ekki nafn þess sem var með svart á móti mér.
1. d4-c6
2. c4-d5
3. Rc3-dxc4
Ég taldi mig hafa efni á því að fórna peði mínu á c4 og ná því til baka síðar í skákinni.
4. e3
En hérna sá svartur við mér og lék að mínum dómi góðum leik.
4. –b5!
Ótrúlegt að ég skyldi ekki gera ráð fyrir þessum leik. Segja má að þessi leikur hafi komið mér úr jafnvægi.
5. Rf3-a6
6. Be2-
Einnig fannst mér koma til greina að leika g3 og koma biskupi mínum á g2.
6. –Rf6
7. 0-0-Rd5
Þegar hérna er komið við sögu ákvað ég að fórna riddara mínum til þess eins að sprengja upp peðin á c4,c6 og b5.
8. Rxd5-cxd5
Því miður var þetta ekki heillvænlegt og fór mín áætlun í vaskinn. Hér sá svartur við mér og kannski hefur sá sem stýrði svörtu mönnunum glott hér út í annað.
9. Re5?
Mér finnst þessi leikur slæmur. Kannski hefði b3 verið betri leikur til að tvístra peðaeyju svarts.
9. –f6!
10. Bxc4?
Slæmur leikur. Tel betri kost að leika b3.
10. –dxc4!
Enn á ég hér í sama vandamáli með peðaeyju svarts. Næsti leikur er því miður heimskulega leikið.
11. Rg6???-hxg6
12. b3-Dd5
13. bxc4-bxc4
Hér tókst áætlunin um að tvístra peðum svarts en það kostaði 2 riddara og einn biskup. Þegar hér var komið skoðaði ég stöðuna og mér finnst svartur hafa hérna góða stöðu, jafnvel vinningsstöðu.
En enn kemur einn heimskur leikur hjá mér.
14. e4???-Db5
15. d5-Bd7
16. Ba3???-Bb2
Ba3 var mjög heimskur leikur. Spurning með Hbl. Leikur svarts Bb2 er mjög góður leikur og gerði mig ruglaðan..
17. Hbl???
Hérna átti ég frekar að leika Bxb2.
17. –Ba4
18. Hxb2-Bxdl
Hér lauk skákinni og sem betur fer var heppnin með mér því svartur féll á tíma. En ég var samt ekki sáttur við þessa skák. Fórnaði of miklu fyrir lítið, lék vitlausa leiki á slæmum tíma, lék ekki góða leiki á réttum tíma, fljótfærni og æsingur fannst mér þegar ég skoðaði þessa skák nokkrum dögum seinna. Í þessu er ég að vinna núna og vona að það virki síðar.