Frá því að ég hóf að tefla aftur á seinasta ári fann ég þörfina fyrir því að kafa í skákbækur og rifja upp það sem ég hafði glatað. Eitt af því sem ég hef gaman af að skoða eru byrjanir sem ég hef aldrei heyrt um áður né viðtað að væru til. Ég þekki t.d. Sikileyjarvörn, Franska leikinn, Spænska leikinn enda var hann í miklum metum hjá mér þegar ég var yngri og fleiri byrjanir. Ég rakst á eina byrjun nýlega þegar ég var að grúska í skákbók og hafði aldrei heyrt hennar getið eða um hana rætt. Alveg eins og með greinina um Marshall-árásina en ég hafði ekki vitað af henni fyrr en ég sá hana. Þessi byrjun eða vörn kallast: Norræna vörnin! Það kom mér skemmtilega á óvart nafnið á þessari ágætu byrjun eða vörn. Mig langar til að sýna ykkur þessa norrænu vörn því mér sýnist hún vera áhugaverð en ég hef ekki telft hana við neinn en bara skoðað hana og finnst hún eins og ég segi áhugaverð.


1. e4-e5
2. exd5-Dxd5
3. Rc3-


Framhald 1 er mjög gott fyrir þann sem stjórnar hvítu mönnunum og gefur viðkomandi ágætisstöðu.

4. -Da5
5. d4-Rf6
6. Rf3-Bg4
7. g4-Bg6
8. Re5


Framhald 2 kemur ágætlega út fyrir þann sem stjórnar svörtu mönnunum.

2. –Rf6
3. c4-c6
4. dxc6-Rxc6
5. d3-e5
6. Rc3-Bf5
7. Rf3-Bb4
8. Be2-e4
9. Rh4-Be6
10. 0-0-exd3
11. Bxd3-Bxc3
12. bxc3-Re5
13. Be2-Dxd1
14. Hxd1-Hc8

Svartur vinnur svo til baka það peð sem hann tapaði. Bæði framhöldin bjóða upp á ágætis skák en það er undir þeim komið sem hana tefla hvort skákin verði ágæt, góð eða léleg! Svo væri gaman í lokinn að fá ykkar álit eftir að þið eruð búinn að skoða þessa byrjun og framhald 1 og 2. Hvað finnst ykkur? Sjáið þið annað framhald en þessi tvö sem ég gaf upp? Eru til aðrar leiðir? Hvaða leið sjáið þið?