Eftir að ég fór að tefla á yahoo.com hef ég telft yfir 100 skákir þar. Mér hefur gengið svona upp og niður. Eins og oft vill verða hjá íþróttamönnum. Á aðfangadag telfdi ég við einhvern sem var með provisional fyrir aftan gælunafn sitt sem ég man ekki. Mig langaði til að sýna ykkur fyrstu átta leikina en ég verð að segja að ekki veit ég hvað þessi byrjun kallast ef hún heitir þá eitthvað. En hérna koma þessir leikir.
1. d4-g5
2. c4-f5
3. Rc3-Bh6
4. Rf3-Rf6
5. Bd2-0-0
6. e3-d6
7. Bd3-e5
8. 0-0-Rc6
Þess má geta að ég hafði hvítt í þessari skák og vann hana með því að máta viðkomandi. Fyrsti leikur svarts kom mér á óvart og ég vissi ekki hvernig ég átti að bregðast við. En ákvað þó að halda mínu striki og leika eins nálægt og ég gat minni uppáhaldsbyrjun. Einnig kom leikur svarts f5 mér á óvart sem og Bh6. Því langar mig til að forvitnast um álit annara og hvort þeir eða þið hefðuð lent í því að fá svona byrjanir á móti ykkur? Þá á ég við óvenjulega byrjun eins og þessi sem er hér fyrir ofan!