Getur verið að ég komi með nokkrar ítarlegar greinar hérna í framtíðinni um athyglisverð afbrigði og hugmyndir mínar. Byrjum á þessari.
1.d4 d5 2.c4 c6 3.Rf3 dxc4 4.e3 Be6!?Svartur leitast við að halda í peðið sem lengst til að valda svörtum sem mestum vandræðum. (Þekktasta afbrigði í slavnesku vörninni er eftirfarandi:
1.d4 d5 2.c4 c6 3.Rf3 Rf6. 4.Rc3 dxc4 5.a4 Bf5 6.e3 e6 7.Bxc4)
Skákir sem vert er að skoða úr afbrigðinu:
- Allt með Igor Rausis
- Allt með Varga Z.
- Allt með Almasi
- Topalov – Sokolov I, 1999
- Zhu C. – Danielian E. Bled 2002.
Meðfylgjandi er skák úr þessu afbrigði.
Hvítt: Izoria,Z (2569)
Svart: Kupreichik,V (2529)
1.d4 d5 2.c4 c6 3.Rf3 dxc4!?
Margt er nú til. Þessi leikur er miklu hvassari en 3…Rf6 og hugmyndin er að ríghalda í c-peðið með miklum óþægindum fyrir hvítan.
4.e3
Munurinn á 4.e3 og 4.e4 felst, þó óljóst sé, t.d. í því að eftir 4.e3 b5 5.a4 a6 6.axb5 axb5 er 7.b3 sterkur leikur því b5 peðið fellur með skák eftir 7…cxb3. Ef hins vegar hvíta peðið stendur á e4 eftir 4.e4 b5 5.a4 a6 6.axb5 axb5 7.b3 á svartur 7…Bb7 með nokkuð jöfnu tafli, t.d. 8.bxc4 Bxe4 9.cxb5 Rf6.
4..Be6!?
Athyglisverður leikur! Annað hvort fær svartur mjög sterka stöðu eða honum verður hreint og beint slátrað. Leikurinn hægir á þróun kóngsvængsins (e6, Be7) en hvernig á hvítur að vinna peðið aftur?
5.Rc3
Annar möguleiki er að leika a4 strax, t.d. 5.a4 Rf6 6.Ra3 c5 7.Rxc4 Rc6 með síst verri stöðu á svartan.
5..b5 6.a4 b4 7.Re4
7.Ra2 virðist ná peðinu aftur en það tekur töluverðan tíma fyrir hvítan: 7…a5 8.Rg5 Bc8(!) 9.Bxc4 e6 10.e4 Be7 11.Rf3 Rf6 12.Dc2 Bb7 13.Bg5 Rbd7 14. 0-0 c5 með góðu tafli fyrir svartan. (Filippov Valerij - Riazantsev Alexander (Rússlandi 2003))
7…Rf6 8.Rc5 Bd5 9.Re5
Hvítur heldur í þá von að vinna biskupinn á d5 með þessum leik. Líklega hefði 9.Dc2 reynt meira á svartan: 9…e6 10.Bxc4 Bxc5 11.dxc5 Be4 (Hér má velta fyrir sér 11…Da5!? 12.Bxd5 {12.b3 Dxc5 13.Bb2 Bxf3 14.gxf3 Rbd7 - óljóst} 12…cxd5 13.b3 Re4 14.Bb2 Dxc5) 12.Dd2 Da5 13.Dd6 Rbd7 14.Bd2 Hd8 15.Rd4 Bxg2
a) Hér sting ég upp á 15…Dxc5! Í stað 15…Bxg2.
16.Dxc5 Rxc5 17.f3 Bd5 18.Bxb4 Rfd7 19.Bxd5 (19.Be2 Hb8 20.Bc3 e5 21.Rf5 g6 með óljósri stöðu) 19…cxd5 20.Ke2 Hb8 – óljóst.
b) 15…Rxc5 16.Rxc6! Hxd6 17.Rxa5 Rd3+ 18.Bxd3 Rxd3 19.f3 Ba8 20.Ke2±.
Skýringar við 15…Bg2:
16.Rxe6!! Nú hrynur allt: 16…Hb8 17.Rxg7+ Kd8 18.Hg1 Bd5 19.Bxd5 cxd5 20.Hc1 Dc7 21.Rf5 Dxd6 22.Rxd6 Re5 23.Ke2 Kd7 24.f4 Rc6 25.Hg7 Ke6 26.f5+ Ke5 27.Rxf7+ Kxf5 28.Hf1+ Ke6 29.Rxh8 1-0 Georgiev, V-Kupreichik, IRI 2003.
Í ofanverðri skák fær svartur að kenna á eigin meðulum, en eins og sýnt var hefur hann amk. 2 endurbætur.
9…e6 10.f3
10.Rxc4 Bxc4 11.Bxc4 Bxc5 ½-½ Beliavsky,A-Riazantsev,A/Linares 2003 Fyrirfram ákveðið jafntefli? Svartur stendur augljóslega betur eftir: 12.dxc5 Dxd1+ 13.Kxd1 Rbd7 14.a5 Re4!
10…Bxc5 11.dxc5 Rfd7!
Sniðugur leikur! Kupreichik finnur þessa skemmtilegu leið til þess að halda “lífi” í biskupnum á d5. Einnig opnar riddaraleikurinn leið fyrir drottninguna út á kóngsvænginn. Önnur leið er t.d.: 11…Rbd7 12.Dd4 0-0 13.e4 Rxe5 14.Dxe5 Rd7 15.Dd6 Dh4+ 16.g3 Df6 17.exd5
Vinnur biskupinn en gefur kost á miklu spili: 17…Dxf3 18.dxc6 De4+ 19.Kf2 Re5 20.c7 f6 21.Kg1 Rf3+ 22.Kf2 Re5 23.Kg1 Rf3+ 24.Kf2 ½-½ Karr,J-Rausis,I/Paris 1998.
12.Rxd7
Hugmynd svarts kæmi líklega í ljós eftir 12.Dd4 Df6! Kupreichik getur þessa leiks ekki í skýringum sínum við skákina (geymir hann sem leynivopn líklega!). 13.Rxd7 ( 13.Rxc4 e5 14.Dg4 h5 15.Dg3 Bxc4 16.Bxc4 Rxc5 ) 13…Dxd4 14.exd4 Rxd7
12…Rxd7 13.e4 Bxe4! 14.fxe4 Dh4+ 15.Ke2
Ef 15.Kd2 þá 15…Rxc5 og svartur hrókur fylgir á d8 með slæmum afleiðingum fyrir hvítan.
15…Re5!
Það er mikilvægt að valda f3 og c4.
16.Dd2
Hvítur er líklega farinn að sætta sig við komandi úrslit.
Fátt annað en 16.Dd2 stendur til boða í stöðunni vegna þess að hvíta kóngstaðan er of opin. T.d.:
a) 16.Dc2 b3! 17.Dc3 Rd3 18.Dxc4 De1+ 19.Kxd3 0-0-0+ -+;
b) 16.De1 Dxe4+ 17.Be3 Hd8 18.Df2 c3 19.bxc3 Dc2+ -+;
c) 16.Dd4 Dh5+ 17.g4 Rxg4 18.Dxg7 Re5+ 19.Ke1 Dh4+ 20.Dg3 Dxe4+ 21.De3 Rd3+ 22.Bxd3 Dxh1+ 23.Bf1 Dxh2
16…Rd3 17.De3 De1+
Nú fylgir skemmtilegt kóngsflakk.
18.Kf3 Re5+ 19.Kf4 Dh4+ 20.Kxe5 Df6+ 21.Kd6
Hvítur leyfir svörtum að fullkomna verkið.
21…e5+ 22.Kc7 Dd8+ 23.Kxc6 Dd7 mát
0-1
-bivark