Þó svo að ég eigi mér uppáhaldsbyrjun þá þarf ég sem skákmaður að geta telft fleiri byrjanir. Ég skoðaði nýlega byrjun sem ég ætla að leyfa ykkur að sjá en það er Caro Kann vörnin.
1. e4 c6
2. d4 d5
3. Rc3 dxe4
4. Rxd4 Bf5
5. Rg3 Bg6
6. h4 h6
7. Rf3 Rd7
8. h5 Bh7
9. Bd3 Bxd3
10. Dxd3 Bc7
11. Bd2 e6
Reyndar verð ég að viðurkenna að ég skil ekki þetta flandur á biskup hjá svarti sem endar með dauða hans eftir 11 leiki. Við þessa stöðu finnst mér eins og hvítur hafi betra tafl en svartur. Í eina skipti sem ég notaði þessa vörn þá endaði skákin mín í jafntefli og það á yahoo en ég man ekki allar byrjanir því miður og notaðist við að svara viðkomandi með því að hafa blað fyrir framan mig. En skákin var samt fjörug þrátt fyrir jafntefli í lokinn.