Sikileyjar vörn er einstaklega nothæf byrjun að kunna og er ein af mest tefldu byrjunum heims á svart gegn e4 frá hvítum. Þessi byrjun er eiginlega skylda að kunna eithvað í enda er hún eins og ég áður sagði mikið tefld. Uppruna hennar má rekja til Ítalíu árið 1594 og var hennar þar getið af manni að nafni Polerio. þessi byrjun hefur marga variasjonir en einna þektust af þeim er drekinn (1.e4-c5 2.Rf3-d6 3.d4-cxd4 4.Rxd4-Rf6 5.Rc3-g6), Najdorf (1.e4-c5 2.Rf3-d6 3.d4-cxd4 4.Rxd4-Rf6 5.Rc3-a6) þetta eru ekki einu variasjonirnar en þetta eru þær einu sem ég tefli og kann eithvað í og get því meira skrifað um þær. Ég hef ekki oft teflt drekann en kunni hann þó einu sinni og tefldi ég hann ekki oft nema á ICC. Najdorf hef ég þó teflt annarstaðar en á ICC og það hefur gengið misvel þar sem ég tel hana ekki henta mér. Báðar hafa þó verið tefldar á móti mér og gengið misvel eftir styrk og kunnáttu andstæðingsins. Einnig er vert að minnast á það sem ég hef lesið í Batsford að Najdorf afbrigðið hefur verið kallað Rolls Royce eða Cadillac skákbyrjanna.

Wanganna