ÉG hef fengið mikið dálæti á skoska leiknum undanfarið þó að ég hafi ekki verið í beint djúpum stúderingum um hann þá hef ég samt teflt hann með góðum árangri. Ég hef ekki telft hann mikið fyr en núna síðustu 5 mánuði. Hann er trikkí og oft koma skemmtilegar stöður uppúr honum. Ég hef einnig lent í því að fá þannig stöðu upp á móti ágætasta manni að ég hótaði drottningunni hans manni og hrók á sama tíma og mér til mikillar ánægju þá var ekkert af því valdað. Skoski leikurinn er mjög áhrifaríkur á þá sem kunna hann, hann er eins og heimaskítsmát á byrjendur nema að þegar að heimaskíturinn er hættur að verka þá notar maður skotann. Hann er að mínu mati ásamt drottningar bragði ein sú skemmtilegasta byrjun sem ég kann. Þessa byrjun ættu allir að prufa að tefla og skoða. Þrátt fyrir það þá veit ég ekki af hverju hann er kallaður “skoski leikurinn” en það væri gaman að fá að vita það ef einhver veit í svörum við þessari grein.
Þakka fyrir mig Wanganna