Íslandsmót yngri spilara í tvímenning
Íslandsmót yngri spilara í tvímenning verður haldið helgina 13.- 14. nóvember og er öllum 25 ára og yngri velkomið að taka þátt. Þáttaka er ókeypis og er þetta góð reynsla í keppnisbridge. Hve litla eða mikla reynslu maður hefur er þetta skemmtileg keppni sem fæstir sem hafa einhvern áhuga á bridge ættu að láta framhjá sér fara. Svo er nú ekki leiðinlegt að geta titlað sig sem Íslandsmeistara í einhverju ekki satt?