Sunnudaginn 26. september hefst Haustmót Taflfélags Reykjavíkur, en mótið er jafnframt meistaramót Taflfélags Reykjavíkur. Skráning stendur nú yfir á heimasíðu Taflfélags Reykjavíkur, www.skaknet.is, en síðasti frestur til að skrá sig til keppni í lokuðu flokkana (A- og B-flokk) er kl. 22 laugardaginn 25. september. Einnig verður tekið á móti skráningu í síma Taflfélags Reykjavíkur, 568-1690, á virkum kvöldum og kl.18-22 laugardaginn 25. september.
Dagskrá mótsins verður sem hér segir:
1. umferð…..sunnudag…..26. september…kl. 14.00
2. umferð…..miðvikudag…29. september…kl. 19.00
3. umferð…..föstudag……1. október…..kl. 19.00
4. umferð…..sunnudag……3. október…..kl. 14.00
5. umferð…..miðvikudag….6. október…..kl. 19.00
6. umferð…..föstudag……8. október…..kl. 19.00
7. umferð…..sunnudag…..10. október…..kl. 14.00
8. umferð…..miðvikudag…13. október…..kl. 19.00
9. umferð…..föstudag…..15. október…..kl. 19.00
Verðlaun í A-flokki:
1. verðlaun kr. 60.000
2. verðlaun kr. 35.000
3. verðlaun kr. 20.000
4. og 5. sæti ókeypis í Skákþing Reykjavíkur 2005
Verðlaun í B-flokki:
1. verðlaun kr. 15.000
2. og 3. sæti ókeypis í Skákþing Reykjavíkur 2005
Verðlaun í C-flokki:
1. verðlaun kr. 10.000
2. og 3. sæti ókeypis í Skákþing Reykjavíkur 2005
Fyrirkomulag: A- og B- flokkur eru lokaðir 10 manna flokkar þar sem allir tefla við alla.
C-flokkur er opinn flokkur þar sem tefldar eru 9 umferðir eftir Svissnesku kerfi.
Ef þátttaka fer yfir 50 verður C-flokkur gerður að lokuðum flokki og opnum D-flokki bætt við.
Í því tilfelli verða verðlaun í C-flokki þau sömu og í B-flokki.
Tímamörk í A- og B-flokki verða nokkuð ný á döfini: 1 klst. og 30 mín. + 30 sek. á leik, en í C-flokki eru þau hefðbundin: 1 klst. og 30 mín. á 30 leiki + 30 mín. til að klára.
Þátttökugjöld:
3.000 kr. fyrir félagsmenn T.R. 16 ára og eldri (4.000 kr. fyrir aðra)
1.500 kr. fyrir félagsmenn TR 15 ára og yngri (2.000 kr. fyrir aðra).