Bikarsyrpa Eddu útgáfu og Hellis heldur áfram í kvöld
Níunda mótið af tólf í Bikarsyrpu Eddu útgáfu og Taflfélagsins Hellis verður haldið sunnudaginn 19. september og hefst kl. 20:00. Góð verðlaun eru í boði Eddu útgáfu. Mjög auðvelt er að taka þátt. Aðeins þarf að skrá sig til leiks á Sjónarhorninu (þeir sem hafa skráð sig fyrir fyrstu átta mótin þurfa ekki að skrá sig aftur) og mæta á ICC fyrir 19:55.
Hrannar Baldursson er efstur eftir fyrstu átta mótin. Annar er Davíð Kjartansson og þriðji er Arnar Þorsteinsson. Hrannar er einnig efstur í flokki skákmanna með 2100 skákstig, Tómas Veigar Sigurðarson er efstur í flokki með minna en 1800 stig, Bjarni Jens Kristinsson er efstur í flokki stigalausra og unglinga, Lenka Ptácníková er efst í kvennaflokki og Ingvar Ásmundsson er efstur í öldungaflokki.
Stöðuna í syrpunni má nálgast hér: www.hellir.com/Edda2004.xls.
Þess má geta að Íslandsmótið í netskák er elsta landsmót í netskák í gervöllum heiminum en fyrsta Íslandsmótið fór fram 1996. Síðar á árinu munu Edda og Hellir standa fyrir sérstakri þriggja móta syrpu fyrir unglinga á ICC.
Fyrirhuguð dagskrá mótanna er sem hér segir:
28. mars
18. apríl
9. maí
6. júní
27. júní
18. júlí
8. ágúst
29. ágúst
19. september
10. október
31. október
28. nóvember (Íslandsmótið)
Öll mótin hefjast kl. 20:00. Tímamörk eru 4 2 (4 mínútur auk tveggja sekúnda á leik)
Bikarsyrpa Eddu útgáfu verður keppni um hver fær flesta vinninga samtals í 8 af þessum 12 mótum. Vinningar í Íslandsmótsins telja reyndar tvöfalt.
Veitt verða verðlaun fyrir bestan árangur í sjö flokkum í Bikarsyrpu Eddu útgáfu og eru sigurvegarnir í hverjum flokki jafnframt Bikarmeistarar Eddu útgáfu í viðkomandi flokki. Flokkarnir eru opinn flokkur (allir), undir 2100 skákstigum, undir 1800 skákstigum, stigalausir, unglingaflokkur, kvennaflokkur og öldungaflokkur.
Einnig verða veitt verðlaun fyrir bestan árangur á sjálfu Íslandsmótinu og verða þau einnig vegleg og flokkaskipt.
Allar frekari upplýsingar um hverning eigi að skrá sig og tengjast verður að finna á Hellir.com Þar verður einnig að finna reglugerð mótsins.
Verðlaun í syrpunni og á Íslandsmótinu eru, eins og áður sagði, afar vegleg og fjölbreytt, og eru sem hér segir:
Verðlaun:
Bikarsyrpa Eddu útgáfu:
Heildarverðlaunin:
1. Bókaúttekt frá Eddu útgáfu að verðmæti kr. 30.000
2. Bókaúttekt frá Eddu útgáfu að verðmæti kr. 15.000
3. Bókaúttekt frá Eddu útgáfu að verðmæti kr. 5.000
Undir 2100 skákstigum:
1. Bókaúttekt frá Eddu útgáfu að verðmæti kr. 5.000
2. Þrír frímánuðir á ICC
Undir 1800 skákstigum:
1. Bókaúttekt frá Eddu útgáfu að verðmæti kr. 5.000
2. Þrír frímánuðir á ICC
Stigalausir:
1. Bókaúttekt frá Eddu útgáfu að verðmæti kr. 5.000
2. Þrír frímánuðir á CC
Unglingaverðlaun (fædd 1988 og síðar):
1. Bókaúttekt frá Eddu útgáfu að verðmæti kr. 5.000
2. Þrír frímánuðir á ICC
Kvennaverðlaun:
1. Bókaúttekt frá Eddu útgáfu að verðmæti kr. 5.000
2. Þrír frímánuðir á ICC
Öldungaverðlaun:
1. Bókaúttekt frá Eddu útgáfu að verðmæti kr. 5.000
2. Þrír frímánuðir á ICC
Aukaverðlaun:
Einn heppinn keppandi fær þrjá frímánuði á ICC. Hvert mót telur þannig að sá sem teflir á öllum mótunum hefur tólf sinnum meiri möguleika á að hljóta þau en sá sem teflir einu sinni.
Öll úrslit syrpunnar verða aðgengileg á Hellir.com. Þar verður einnig að finna aðrar upplýsingar um keppnina.