Kröfunni um að vera meðhöndlaður sem pólitískur flóttamaður hafnað
Dómsmálaráðherra Japans Daizo Nozawa gaf út tvær yfirlýsingar varðandi mál Bobby Fischer. Þær voru báðar máli hans í óhag.
Ráðuneytið hafnaði kröfu Bobby Fischer´s um vernd sem pólitískur flóttamaður, á þeirri forsendu að ákærurnar gegn honum í Bandaríkjunum væru ekki pólitískar í eðli sínu. Bobby hefur verið ákærður fyrir brot á viðskiptabanni sem þá var í gildi gegn Júgóslavíu með því að tefla við Borís Spasskí árið 1992 til að halda upp á 20 ára afmæli einvígi aldarinnar sem þeir háðu hér á Íslandi eins og flestum er kunnugt um. Að brjóta gegn þeim tilmælum Bandaríkjastjórnar að tefla ekki í Júgóslavíu var alla tíð pólitísk yfirlýsing frá Bobby. Hann hefði getað teflt við Spasskí hvar sem er í heiminum en kaus Júgóslavíu í pólitískum tilgangi, þess vegna mun hann áfrýja því að kröfu hans um að verða metinn sem pólitískur fangi sé virt að vettugi í Japan. Honum var tjáð að hann hefði sjö daga til að áfrýja en það virðist sem að dómsmálaráðuneytið sé að sniðganga þessi réttindi hans með því að framselja hann án tafar. Bobby sendi frá sér áfrýjunarskjölin án tafar, eða um leið og hann fékk vitneskju um þessa þróun mála, til að reyna að stöðva að hann verði fjarlægður með valdi úr landinu.
Dapur endir á góðum ferli Bobby's
Við verðum bara að vona að honum
verði veitt hæli á Íslandinu góða