Jæja, skák og bridse undir sama hatti. Mér finst það alveg hræðilegt ég hef akkurat engann áhuga á brids en ég er hörku skákmaður. Ég ber samt mikla virðingu fyrir brids því eins og skák er hún ÍÞRÓTT hugans.Ég vil því leggja til að brids fái sitt eigið áhugamál því brids er vinsælla en mörg önnur áhugamál þótt það standi bara sjálft. Ég vil að þetta áhugamál sé fyrir skákmenn og hér séu góðar skákgreinar ekki (með fullri virðingu)bridsfréttir sem ég hef akkurat engan áhuga á. Ég trúi bara ekki öðru en að þið bridsarar viljið líka hafa ykkar eigin áhugamál sem er ekki fullt af einhverjum skákfréttum sem ég bíst við að þið hafið lítinn áhuga á. Kanski hef ég rangt fyrir mér en eg tel skák og bridge álíka líkar og frjálsíþróttir og fótbolti.
Miðað við að frjálsar séu enn áhugamál þá tel ég bridge sé bara eðlilegt áhugamál og eigi að standa eitt og sér en ekki með öðru áhugamáli.
Með þessari grein skora ég wanganna á yfirvaldið að gefa bridge sitt eigið áhugamál
Wanganna :)