Ég er nú ekki búin að spila bridge lengi en ég hef alltaf spilað sterka 2 (þarf 20+ punkta til að opna) en nú upp á síðkastið hef ég verið að taka eftir að margir spila svokallaða veika 2 og er það yfirleytt fólk sem hefur spilað lengur heldur en ég og því reyndara.
Ég hef litlar upplýsingar um veika 2 en veit að það er langlitur undir venjulegri opnun.
Afhverju ekki bara að segja veika 3, hvað er betra við veika 2? Og hver er munurinn á veikum 2 og veikum 3 í svona aðalatriðum?
Svo að lokum, hvort finnst ykkur betra að spila sterka eða veika 2?