Norðurlandamót taflfélaga er haldið á ári hverju, þetta er eitt stærsta taflmót á Norðurlöndunum. Undirbúningur fyrir það er hafinn en mótið er fyrirhugað 13. september nk. en mótið fer ávallt fram skömmu fyrir Evrópukeppni taflfélaga. Mótið fer fram á ICC sem fyrr. Það er Taflfélagið Hellir sem sér um skipulagningu á mótinu og hefur gert það frá upphafi Búið er að bjóða sigurvegurum Norðurlandanna til leiks en um síðustu helgi lauk norsku keppninni.
Landsmeistarar Norðurlandanna eru sem hér segir:
Danmörk: Helsinge Skakklub
Finnland: ????
Færeyjar: Havnar Telvingarfelag
Ísland: Skákfélagið Hrókurinn
Noregur: Bergens Schakklub
Svíþjóð: Sollentuna Schackklubb (núverandi Norðurlandameistarar)
Ég verð nú að segja að ég tel Sollentuna Schackkklubb eru nú líklegastir til að taka þetta, en Hrókurinn á nú eftir að veita þeim harða keppni, sem og Helinge Skakklubb.
Spáin mín:
1. Svíþjóð
2. Ísland
3. Danmörk
4. Noregur
5. Finnland
6. Færeyjar
Takk fyrir
© bgates