Í gær laugardag (14.6.2003) fór fram vináttukeppni eldri skákmanna 60 ára og eldri á milli Skákfélags Akureyrar við Skákdeild Félag eldri borgara úr Reykjavík og fóru norðanmenn með sigur á hólmi 19 v. gegn 13 v. en tefld var í Íþróttahöllinni. Tefld var á átta borðum og tefldar voru tuttugu mínútna skákir.

Í liði Akureyringa voru: Haraldur Ólafsson og Ólafur Kristjánsson 3,5 v. af 4, Bragi Pálmason 3v. Haukur Jónsson og Atli Benediktsson 2,5 v. Ari Friðfinnsson, Þór Valtýsson og Karl Steingrímsson.

Lið eldri borgara: Lárus Johnsen 3 v.,Birgir Sigurðsson og Jóhann Örn Sigurjónsson 2,5 v., Friðrik Sofusson, Grímur Ársælsson og Haraldur Axel 1,5 v., Eiríkur H Sofusson og Sigurður Pálsson.

Meðalaldur norðan manna var 65,6, sá elsti hjá þeim var Haukur Jónsson 76 ára en elstur var Sigurður Pálsson sem var elstur áttræður og meðalaldur gestana var 73,2.

Skákstjóri var Rúnar Sigurpálsson formaður Skákfélags Akureyrar.

Þess má geta að þetta sé mjög líklegt í fyrsta sinn í rúmlega áttatíu ára sögu Skákfélags Akureyrar sem sveit frá félaginu er skipuð 60 ára og eldri









Tekið af skak.is