Mögnuð spenna í Hafnarfirði Um helgina fer fram í Hafnarfirði Skákþing Hafnarfjarðar. Þar er hart barist og þegar fimm umferðum af sjö er lokið geta enn margir sigrað. Besti gaflarinn er Sigurbjörn Björnsson, og er langlíkast að hann haldi krúnunni sem skákmeistari Hafnarfjarðar en það mót hefur reyndar ekki farið fram í mörg herrans ár. Mótshaldarar eru Haukar en þeir eru eina félagið í Hafnarfirði eftir að Skákfélag Hafnarfjarðar lagði niður laupana fyrir nokkrum árum síðan. Skv. www.skak.is eru Sigurbjörn, Sævar Bjarnason, sem hefur margsinnis gert allt vitlaust á umræðuhorni skákmanna, Björn Þorfinnsson, sem sigraði nýlega á Stigamannamóti Hellis og Stefán Freyr Guðmundsson, náfrændi Sigga Sveins handboltakappa, og reyndar FH-ingur en Haukamaður í skákinni!



Það er gaman að svona vel gangi hjá göflurum. Þeir eru bestu skinn svona inn við beinið. Ég spái að Björn sigri á mótinu. Eftir sigurinn á Stigamannamótinu hefur hann þvílíkt sjálfstraust að hann gæti án efa grísað sigur kellingu undir. Hann hefur víst þegar grístað gegn Jóa Ra og gegn Sævari. Týpiskur Björn, illa sjeiki. Sigurbjörn ætti að ná titlinum, skákmeistari Hafnarfjarðar, þar sem ekki gilda hinar svokölluðu Garðabæjarreglur hjá Hafnfirðingum en hjá Garðbæinginum er sama hvort viðkomandi búi í bænum, það dugar ekki ef viðkomandi sé ekki í félaginu. Eina félagið með þessar stórskrýtnu og óskiljanlegu reglur.



Það verður spennandi að sjá hvernig lokaumferðirnar þróast. Ég vil hvetja menn til að mæta á Ásvelli og sjá meistarana tafli!