Dagur Arngrímsson sigraði í eldri flokki Landsmótsins í skólaskák sem fram fór í Vestmannaeyjum. Dagur og Guðmundur Kjartansson urðu efstir og jafnir með 10½ vinning 11 skákum en Dagur hafði betur eftir einvígi og bráðabana 2-1. Eins og áður hefur komið fram varð Svanberg Már Pálsson skólaskákmeistari í yngri flokki. Svanberg er aðeins 10 ára og einn sá yngsti sem þessum áfanga hefur náð. Hann er fyrsti Hafnfirðingurinn og jafnframt fyrsti félagsmaður Taflfélags Garðabæjar sem nær þessum áfanga.
Lokastaðan í yngri flokki:
1. Svanberg Már Pálsson, Hvaleyrarskóla,Hafnarfirði, 10 v.
2. Hjörvar Steinn Grétarsson, rimaskóla, Reykjavík 8½ v. (41 stig)
3. Helgi Brynjarsson, Hlíðaskóla, Reykjavík 8½ v. (35,5 stig)
4.-5. Hjörtur Halldórsson, Salaskóla, Kópavogi og Gylfi Davíðsson, Breiðagerðisskóla, Reykjavík 7 v.
6. Ingvar Ásbjörnsson, Rimaskóla, Reykjavík 6½ v.
Lokastaðan í eldri flokki:
1.-2. Dagur Arngrímsson, Hagaskóla, Reykjavík og Guðmundur Kjartansson, Árbæjarskóla, Reykjavík 10½ v. Dagur vann í bráðabana 2-1
3. Hjörtur Ingvi Jóhannsson, Ölduselsskóla, Reykjavík 8½ v.
4. Ágúst Bragi Björnsson, Brekkuskóla, Akureyri 8 v.
5.-6. Atli Freyr Kristjánsson, Hjallaskóla, Kópavogi og Hilmar Þorsteinsson, Hagaskóla, Reykjavík 6 v.
Skákstjóri var Haraldur Baldursson, landsmótsstjóri. Mótshaldið var haldið í samvinnu Skákskólans og heimamanna.
tekið af skak.is
eg er svekktur eg tapaði fyrir gaur i undankeppninni og hann naði ekki einu sinni a topp sex!