uhmmm, já eitthvað fór úrskeiðis ég get ekki deletað þessarri grein, en þá skal ég bara skrifa einhverja grein í svarinu til að bæta þetta upp.
Byrjanir:
Byrjanir eru fyrsti af þremur þáttum skákarinnar, og jafnframt minn uppáhalds. Það er til mjög mikið af byrjunum og það væri of langt mál að rekja þær allar núna þannig að ég skal bara fara yfir aðalatriðin. Eins og oft hefur verið sagt þá eru nokkrar meginreglur í byrjunum t.a.m. að það á að koma mönnunum út, og ekki hreyfa sama mannin tvisvar. Þessar reglur eru góðar og gildar en það á alls ekki að fara eftir þeim í blindni, því skák byggir jú meira á innsæji en almennum reglum. Ég ætla að nota Infrmatorflokkunina til að flokka byrjanir, en hún byggist á bókstöfunum A,B,C,D og E.
A-Vængtöfl
Þessar byrjanir eiga það allar sameiginlegt að hvítur leikur einhverju öðru en e4 eða d4 í fyrsta leik. Taflið verður oftast lokað, og hvítur og svartur skásetja oft biskupana. Þessar byrjanir eru ekki fyrir byrjendur, fyrir þá er betra að tefla opnari byrjanir, en fyrir þá sem eru góðir í lokaðri stöðubaráttu þá er þetta góður kostur.
dæmi: Enskur leikur, Reti byrjun, Larsen byrjun
B-Hálfopin töfl
Í þessum flokki eru byrjanir þar sem svartur svarar e4 með einhverju öðru en e4. Þetta er líklega algengasti flokkurinn, en í honum notar svartur oft óheðfbundin plön, en hann er oft tilbúinn til að gefa hvítum frumkvæðið ef hann fær mótspil í staðinn. Fyrir þá sem eru að byrja er kannski betra að tefla bara e5 strax, en það er hægt að fá allskonar stöður upp úr þessum flokki og þessar byrjanir henta vel bæði fyrir taktíska skákmenn og svona pósa skákmenn (stöðubaráttu)
Dæmi:
Sikileyjarvörn, Frönsk vörn, Caro-Kann vörn, Pirc vörn, Alekhines vörn
C-Opin töfl
Þessi flokkur byggist á því að svartur svarar 1:e4 með _e5. Staðan verður oftast mjög opin. Þessi e5 leikur er ef til vill þægilegastur fyrir byrjendur, en þetta er samt alls ekki eitthvað basic stuff. Margir af bestu skákmönnum í heim tefla þetta reglulega og oft koma mjög flóknar stöður upp.
dæmi: Spánski leikurinn, Ítalski leikurinn, Skoski leikurinn, Petrovs vörn
D-Lokuð töfl
Í þessum flokki leikur hvítur d4 og svartur svarar með d5, eða Rf6 og síðan g6. Staðan verður lokuð og mjög margbreytileg. Þetta er eðlilegasta leiðin til að svara d4 með og svartur reynir oftar en ekki bara að ná miðborðinu og halda í við hvítan rétt einsog í flokki c.
Dæmi: Drottingarbragð, slavnesk vörn, Kóngsindversk vörn, Tarrasch vörn
E: Þessi flokkur inniheldur öll svör svarts við d4 önnur en d5 og Rf6- 2. c4-g6. Þessar byrjanir hafa verið kallaðar hyper-modern en þær snúast um það að svartur fer ekki með peð á miðborðið en þrýstir oftar en ekki á miðborðið með mönnunum. Þetta er ekki fyrir byrjendur því baráttan er svolítið öðruvísi en þessi klassíska byrjanaplan sem snýst um að ná tökum á miðborðinu og aldrei leika sama manninum tvisvar.
Dæmi: Nimzo-Indversk vörn, Drottningarindversk vörn, Grunfelds vörn, Katalónsk vörn
Jæja, vona að þið hafið notið góðs af, og hvet þá sem eru stigaháir í skák að senda inn svona smá kennslugreinar.
Því meira sem maður lærir, því minna veit maður