Hvað finnst ykkur um kæruna sem Taflfélag Garðabæjar lagði fram ?
Ef þið vitið ekki hvað ég er að tala um þá er þetta kærann :
Mál þetta dæma aðalmaðurinn Ríkharður Sveinsson og varamennirnir Ólafur H. Ólafsson og Björgvin Jónsson. Með kæru til Dómstóls S.Í., dagsettri 27. janúar sl. áfrýjar sóknaraðili úrskurði skákstjóra Íslandsmóts skákfélaga þann sama dag, þar sem hann vísar frá kæru sóknaraðila Taflfélags Garðabæjar á hendur varnaraðila Skákfélaginu Hróknum.
I.
Kæra sóknaraðila var send skákstjóra Íslandsmóts Skákfélaga, Ólafi Ásgrímssyni, þann 18. október 2002. Varðar kæran efnislega að varnaraðili hafi í 2. umferð Íslandsmóts Skákfélaga 2002-2003 látið Ingvar Jóhannsson, er skráður var 3. borðs maður í b-sveit varnaraðila, tefla á 8. borði í a- sveit félagsins og um leið fært hann upp fyrir bæði 1. og 2. borðs mann í b- sveitinni, sem í sömu umferð tefldu fyrir b- sveit varnaraðila. Telur sóknaraðili þetta brjóta gegn 5. gr. reglugerðar Skáksambands Íslands um Íslandsmót skákfélaga.
II.
Kæru sóknaraðila, dags. 18. október 2002, var réttilega beint til skákstjóra Íslandsmóts Skákfélaga, er skv. 18. gr. skáklaga Skáksambands Íslands sker úr um lögmæti keppenda og úrskurðar um önnur þau vafaatriði er upp koma við framkvæmd Íslandsmóts Skákfélaga. Því bar skákstjóra að taka efnislega afstöðu til kærunnar í úrskurði sínum en ekki vísa henni frá. Samkvæmt þessu verður hinn kærði úrskurður því úr gildi felldur og lagt fyrir skákstjóra að taka efnislega afstöðu til kærunnar í nýjum úrskurði.