Enn ein hörkuskákin var tefld í fjórðu umferð Olís-einvígisins. Hannes hafði hvítt, fékk ágæta stöðu og fórnaði biskup í 16. leik. Movsesian þáði ekki fórnina, en sætti sig þess í stað við að tefla áfram með peði minna. Hugsanlegt er að Hannes hafi átt sigurmöguleika í þeim flækjum sem upp komu, en það var hins vegar Movsesian sem tókst smám saman að snúa taflinu sér í hag og sigra í 35 leikjum. Staðan er nú 3,5-0,5 fyrir Movsesian. Fimmta skákin fór fram,föstudag, en þá stýrir Hannes svörtu mönnunum.
Þeir Bragi Þorfinnsson og Arnar E. Gunnarsson, tefldu síðari skákirnar við skákforritið Chess Tiger 15. Bragi hafði hvítt og varð að sætta sig við tap gegn skákforritinu, en Arnar háði langa baráttu með svörtu gegn Tiger og lengi vel var útlit fyrir að Arnar mundi halda jafntefli. Að lokum hafði skákforritið þó betur og Arnar gaf í 56. leik