Skákþing Reykjavíkur 2003
Skákþing Reykjavíkur 2003 hefst sunnudaginn 12. janúar kl.14. Að venju verða tefldar 11 umferðir eftir svissnesku kerfi. Nokkrar breytingar hafa þó orðið sem rétt er að útlista:
Í fyrstu tveimur umferðunum verður keppendahópnum skipt í tvennt og tefla menn þá saman innan þessa tveggja hópa eftir svissneska kerfinu. Dæmi: Ef þátttakendur eru 60 þá keppa 1 og 16, 2 og 17 … og 15 og 30 saman og 31 og 46, 32 og 47 … og 45 og 60 saman. Þetta er gert til að styrkleikamunur milli keppenda verði ekki of mikill í 1. og 2. umferð, því samkvæmt svissneska kerfinu myndu 1 og 31, 2 og 32 … og 30 og 60 tefla saman í 1. umferð miðað við þátttakendafjöldann 60.
Í öðru lagi hafa tímamörkin verið stytt. Tímamörkin eru nú 1,5 klst. á 30 leiki + 30 mín, en þessi nýju tímamörk gáfust vel á u-2000 mótinu sem haldið var í T.R. fyrir stuttu.
Í þriðja lagi verður byrjað fyrr að tefla á kvöldin. Í stað 19.30 verður byrjað kl.19.00. Þetta er gert til að koma til móts við ungu kynslóðina, þá sem eru á strætó og þá sem finnst lýjandi að vera tefla fram til miðnættis á kvöldunum. Þessi breyting, auk hinna nýju tímamarka, þýðir að nú munu umferðir einungis standa frá 19-23.
Í fjórða lagi hafa verðlaun verið aukin fyrir skákmenn undir 2000 stigum og fyrir konur. Verðlaun fyrir skákmenn undir 2000 stigum eru 15.000, 10.000 og 5.000 og fyrir konur eru verðlaunin þau sömu, eða 15.000, 10.000 og 5.000.
Aðalverðlaunin verða 60.000, 35.000 og 20.000.
Þátttökugjöld verða 3.500 fyrir 16 ára og eldri og 2.000 fyrir 15 ára og yngri.
Venju samkvæmt verða umferðir tefldar á sunnudögum, miðvikudögum og föstudögum, auk þess sem einnig mánudagsumferð verður skotið inn í.
Dagskrá mótsins verður því þessi:
1. umferð sunnudag….12. janúar kl. 14-182. umferð miðvikudag..15. janúar kl. 19-233. umferð föstudag….17. janúar kl. 19-234. umferð sunnudag….19. janúar kl. 14-185. umferð mánudag…..20. janúar kl. 19-236. umferð miðvikudag..22. janúar kl. 19-237. umferð föstudag….24. janúar kl. 19-238. umferð sunnudag….26. janúar kl. 14-189. umferð miðvikudag..29. janúar kl. 19-2310. umferð föstudag…31. janúar kl. 19-2311. umferð sunnudag….2. febrúar kl. 14-18