Vísindi, list, leikur eða barátta
Oft hefur mátt deila um hvað skák er, hvot hún sé list eða jafnvel vísindi. Ekki eru allir sammála hvað hún sé þótt flestir telji að skák sé bara leikur. Í raun viðurkenni ég að skák er upprunalega leikur þótt hún sé flókin og kannski sé fólk þess vegna að lyfta henni á hærri stall. En hlustum nú á einn frægasta stórmeistara heims, Lasker,“Manntafl hefur verið túlkað eða öllu heldur mistúlkað svo sem væri það leikur - það er að segja eitthvað, sem gæti eiginlega ekki þjónað neinum alvarlegum tilgangi, heldur hafði það einungis verið fundið upp til að njóta í tómstundum. Ef skákin væri aðeins leikur hefði aldrei lifað af þær þrengingar, sem hún hefur orðið að þola á löngum lífsferli. Skák er barátta. Þó ekki þess konar barátta, sem að kitlar taugar grófgerða manna, heldur barátta á borði”. Ég er ekki fyllilega sammála þessu, en þó ég væri það er hvort sem er ekkert baráttuyfiráhugamál á huga. Ég álít skák vera list. Rök mín fyrir því er hvað skák getur sýnt yndislegar fléttur, brögð og brellur og sýnt svo margar mögulegar stöður að enginn viti hver besti leikurinn í upphafi skákarinnar sé. Menn nú á dögum álíta hvort sem er allt vera list, jafnvel ljótustu abstrakrmálverk þannig að ég held að skák ætti ekki að vera undir leikjayfiráhugamálinu á huga heldur á yfiráhugamálinu bókmenntir og listir.