Sjaldæf birta í Practice
Ja hérna! Hélt að ég ætti aldrei eftir að hrósa loddaranum David E. Kelley sem er ábyrgur fyrir mestu smjörþáttunum í amerísku sjónvarpi í dag (Ally McBeal, Practice, Boston public), en á sunnudaginn síðasta var bara boðið upp á hrottalega góða fléttu í Practice! Nenni ekki að útskýra en þeir sem sáu þáttinn ættu að hafa tekið eftir. Flétta þessi var meira í anda Sherlock kallsins - geðsjúkur raðmorðingi snýr á réttarkerfið og er látinn laus. Snilld!
Er samt enn á þeirri skoðun að leikarar Practice eru óþolandi í sinni ofdramatilgerðarshit og þátturinn almennt klénn. Ally er viðbjóðslegasti þátturinn sem gerður er í Amriku og það er synd og skömm að jafnfoxy kona og Lisa Nicole Carson (svarta vinkonan hennar Ally) skuli ekki dissa draslið og fá alvöru aðalhlutverk. Þvílík bomba! Robert Downey hafði ég respekt fyrir einu sinni - hann gat sannarlega leikið. En að vera stjarnan í Ally og í videoi hjá Elton John. Ulllabjakk! Gef skít í hann hér eftir. Kókið er búið að skemma heilabúið hans varanlega.