Ég settist niður í sófann í góðum fíling síðasta miðvikudag og setti á skjá einn því að ég er ekki með “stöð 2” eða neitt þannig okurtv. En allavegana þá var að fara að byrja þessi frábæri þáttur sem heitir Guinnes World Records eða Guinnes World book of Records (held ég) . Ég skal sko segja að þessi þáttur er alveg frábær fyrir þá sem hafa gaman af hlutum sem hafa gerst í alvöru eða skrýtna hluti en í þessum þætti sem ég horfði á var maður sem labbaði á milli tveggja loftbelgja , án öryggislínu í 19000 feta hæð (að mig minnir) , og svo datt hann næstum því en náði samt að slá metið. Ég var alveg að skíta á mig þegar hann datt næstum því.
Og svo var líka kona sem gat “ýtt” augnsteinunum sínum 11 mm út sem var alveg ógeðslegt, og ég var hræddur um að hún mundu missa þau bara einfaldlega útúr sér. Og svo eftir þáttinn var sýnt það sem mundi gerast í næsta þætti eða í kvöld og er ég búinn að bíða spenntur í heila viku eftir þessum frábæra þætti sem er hvergi annarstaðar sýndur en á skjá einum.