Ég er mikið búin að vera að pæla hvað þessir þættir heita/hétu.
Þeir voru fyrir nokkrum árum á rúv.
Aðalpersónurnar voru einvherskonar litlar brúður í svona helli, þau (og einvher minni kvikindi) voru alltaf að byggja svona stöff úr glærum plast stöngum (þau voru með geðveikt fluffy hár og mjög litrík)
Það var einhver gamall svona kall sem sendi bréf frá útlöndum stundum.
Fyrir utan þennan helli voru svona einvherjir risar (mamma, pabbi og strákur) þau reyndu að ná litlu gaurunum ef þeir komu út úr hellinum (þau voru líka fkd up litrík).

Þetta hljómar örugglega mjög steikt, en þessir þættir voru awesome!
Vona að einhver geti hjálpað mér :)

Bætt við 25. október 2008 - 16:44
og já, þetta var barnatími
.