Er ég einn um það að finnast hlutverk Guggu vera hálf ílla skrifað?? Atriðin/samræðurnar sem hún á við hinar persónurnar klárast aldrei einhvernvegin, það er bara klippt á þær.
Alltof augljóst þegar hún og Georg “rífast”,
1) Georg gerir eitthvað heimskulegt
2) Gugga spyr hvað sé eiginlega að honum eða hvað hann sé að hugsa
3) Georg svarar ekki beint heldur talar um óheppilegan misskilning
4) Gugga segir : Æji þegiðu og farðu aftur að vinna.
Mér finnst vanta einhvern endapunkt i þessar samræður.
Einhver sammála?
Bætt við 12. október 2008 - 23:15
Það vantar eitthvað meira fyrir endapunktin var ég að meina.
Maður skammar ekki starfsmann, leyfir honum að svara og segir honum svo að þegja og fara aftur að vinna.