Vá , hvað ég þoli ekki þessa þætti. Ég hef séð Næturvaktina, sem var þolanleg í hófi, en ég er bara búinn að sjá fyrsta þáttinn af Dagvaktinni og þarf ekki að sjá meira. Þessir þættir eru nákvæmlega eins og Næturvaktin. Enginn af karakterunum hefur þroskast frá fyrstu þáttaröð. Georg er ógeðslegt sníkjudýr sem sýgur allt líf og hamingju frá öllum í kringum sig. Ólafur Ragnar er hrygglaus skræfa og aumingi sem lætur Georg vaða yfir sig. Það sem hann átti að gera var að keyra burtu þegar Georg fór út úr bílnum í fyrsta þættinum. Vá, hvað ég þoli ekki að horfa á meira.
Bætt við 30. október 2008 - 01:13
Ja hérna. Þegar þátturinn var á enda þá sást smá ljós í karakter Ólafíu Hrönn. Loksins einhver með hryggsúlu. Ég dreg dóm minn í hlé þangað til ég er búinn að horfa á næsta þátt. Ef Ólafía Hrönn er ekki bara aukakarakter þá gæti það kannski bjargað þáttunum.