Sæl veriði hugar.
Ég verð bara að deila með ykkur uppgvötvun minni. Ég var á næturvakt í nótt (sem er ekki frásögu færandi) en þá var eina sjónvarpsefnið í sjónvarpinu Vörutorg sem ég hef nú ekki mikið horft á fyrr. Jæja þar sem ekki var um neitt annað að velja í sjónvarpinu ákvað ég að horfa á þetta en VÁ þetta var bara leiðinlegt! Það vesta við þáttinn er eflaust þáttarstjórnandinn sem hreinlega kann ekki að tala! Jú auðvitað kann hann að tala (annars hefði hann ekki fengið þetta starf) en hann leggur svo vitlausar áherslur á orðin og svo hikar hann í öðru hvoru orði. Ég var að verða vitlaus á því að hlusta á hann (strax á fyrsta hlutnum)! Ég ákvað því bara að hætta að horfa á þetta leiðinlega sjónvarpsefni og ég ákvað jafn framt að horfa ekki á það aftur!