Það var einhver mynd sem ég dýrkaði þegar ég var lítil, og mig langar svo ógeðslega að muna hvað hún heitir.. Man ekki hvaða leikarar eða neitt voru í henni.

Hún byrjar leikin og einhver strákur fer inná bókasafn þegar það er búið að loka því. Svo byrjar allt í einu að flæða úr bókunum og það verður flóð eða eitthvað á bókasafninu og næst þegar hann vaknar þá er myndin orðin að teiknimynd, og hann líka. Og hann er semsagt kominn í einhvern ævintýraheim eða eitthvað rugl og ég man voða lítið eftir því, minnir bara að hann þurfti að bjarga öllu eða eitthvað. Man svo að það endar þannig að þegar hann kemur aftur útúr ævintýraheiminum þá verður myndin aftur leikin.
Man þetta geðveikt illa, en langar svo geðveikt að sjá hana aftur!

Veit einhver hvaða mynd ég er að tala um?
Music.. my escape from reality.