Ég var næstum því farinn að skrifa nöldursgrein um þennan, annars viðbjóðslega þátt.
1. Þetta er þáttur sem auglýsir alltaf sömu vörurnar, og það er ekki 2-5 min kynning um hvert tæki heldur eru þetta svona 20 min tæki.
2. Sá sem talar inná þetta sem ég vil EKKI kalla “sölumenn” því sölumenn eiga að fá fólk til þess að kaupa vöruna. Þegar þessi maður birtist á skjánum þá fæ ég gubb uppí háls… Hann notar svo fáranleg orð eins og þegar hnífasettið er auglýst þá segir kokkurinn “hver kannast ekki við …blablabla” Þá svarar hann svona rólegri ógeðslega pirrandi röddu… “jújú… segðu, maður kannast við það (eða eitthvað álíka)
Og ef einhver þekkir hann hérna segið honum að reyna að gubba þessum setnningum útúr sér. Hann tekur alltaf fokking 10 sek pásu á milli settninga, GJÖRSAMLEGA ÓÞOLANDI…
3. Þetta þarna er öruglega ALGJÖRT drasl og fokking tilgangslaust. Súkkulaðigosbrunninn… hann kostar meira en hnífasett með 6 hnífum. Það er ótrúlegt.
Svo er einhvað tæki sem gefur frá sér svona örlítið nudd. Það kostar bara RÚMLEGA 25 ÞÚSUND KALL.
Ég legg að skjár einn HÆTTI MEÐ ÞENNAN ÞÁTT eða leyfi honum að fá nýja ”stöð" á breiðbandinu, digitalinu eða eitthvað eins og fasteignasjónvarpið svo fólk þurfi ekki að enda hvern einasta dag með því að horfa á þennann þátt með þessum manni.
AMEN!