Ég ætla mér ekki að hafa þetta neitt langt, heldur miða þetta frekar við að fá skoðanir frá öðrum Hugurum um sama efni.
Síðustu ár hefur íslensk þáttagerð á þessum stöðum farið að minna meira og meira á bandaríska þætti, ekki endilega efnislega séð, heldur uppbyggingarlega séð.
Hver þáttur er óhjákvæmilega með auglýsingahléi eða -hléum núorðið, eitthvað sem varla þekktist í íslensku sjónvarpi fyrir nokkrum árum.
Reyndar má rökstyðja innskot auglýsingahléa á stöðvum eins og Sirkus og Skjáeinum með því að ekki eru áskriftargjöld að halda stöðvunum uppi.
Hins vegar verður þetta einstaklega pirrandi þegar áskriftarstöðvar, líkt og Stöð 2, taka uppá þessu.
Ekki eru áskrifendurnir að borga fyrir auglýsingar, þó finnst mér í lagi að auglýsingar komi inn á milli dagskrárliða en ekki inn í þáttum (það er hjá áskriftarstöðvum).
Þetta er eitt helsta dæmið um þessa Ameríkuvæðingu í íslensku sjónvarpi.
Núna tel ég mig hafa komið minni skoðun á framfæri og þætti gaman að vita skoðanir annarra á sama málefni.
Með bestu kveðju til allra Hugara.
Kveðja,