Hann olli mér miklum vonbrygðum. Fyrir það fyrsta var leikstjórnin alveg hræðileg. Samtölin voru stirð og óeðlileg (sjá leikstjórn). Söguþráðurinn var reyndar ágætur en mætti byggja upp spennuna betur. Það er samt ánægjulegt að sjá hversu mikið af góðu tæknifólki við eigum. Mér fannst þátturinn ágætlega tekinn upp og hljóðið var fínt. En aðallega var það leikstjórnin sem fór í taugarnar á mér. Það hefði mátt fara miklu betur með þetta efni að mínu mati.
Tyler Durden: The things you own end up owning you.